Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 09:00 Katla Tryggvadóttir hefur fengið fyrirliðbandið hjá Kristianstads DFF þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu @kristianstadsdff Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir hefur heldur betur unnið sér inn virðingu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad. Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira