Innlent

Meiri­hlutinn fallinn í borginni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Einar Þorsteinsson og Þórdís Lóa
Einar Þorsteinsson og Þórdís Lóa Vísir/Vilhelm

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit samstarfinu á fundi með oddvitum flokkanna í dag.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Mikill ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga.

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins.

„Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×