Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 22:11 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu. „Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
„Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28