Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 10:02 PNC Championship - Round Two ORLANDO, FLORIDA - DECEMBER 22: Tiger Woods of the United States reacts to his shot from the 17th tee during the second round of the PNC Championship at Ritz-Carlton Golf Club on December 22, 2024 in Orlando, Florida. (Photo by Douglas P. DeFelice/Getty Images) Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, ætlar sér að snúa aftur á PGA-mótaröðina í golfi þegar Genesis Invitational mótið fer fram um næstu helgi. Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótshaldarar Genesis Invitational staðfestu í gær að Tiger, sem hefur fagnað sigri á fimmtán risamótum á ferlinum, yrði einn af þeim sem myndi taka þátt á mótinu. Tiger hefur þurft að spila mun minna golf en hann gerði áður fyrr eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í kjölfar bílslyss sem hann lenti í árið 2021. Genesis Invitational verður hans fyrsta mót á PGA-mótaröðinni síðan hann keppti á The Open í júlí á síðasta ári. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og þurfti svo að fara í enn eina aðgerðina í september. Þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt á PGA-mótaröðinni í um sjö mánuði er ekki þar með sagt að Tiger hafi ekki spilað neitt golf síðan þá. Hann tók þátt í 36-holu móti með syni sínum, Charlie, í desember og þá hefur hann einnig verið þáttakandi á TGL-mótaröðinni (Tomorrows Golf League), sem hann stofnaði. Genesis Invitational hefst næstkomandi fimmtudag og fer fram á Torrey Pines vellinum í San Diego.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira