Trikomiti var yfirdómari á Evrópumótinu í fimleikum sem fór fram í Búdapest í maí 2024 og „skipti sér óþarflega af“ störfum dómara, sem leiddi til þess að Tugolukova endaði sæti ofar og komst inn á Ólympíuleikana í staðinn fyrir Liliönu Lewinska. BBC greindi frá.

Trikomiti verður ekki leyft að dæma á fimleikamótum næstu fjögur árin en má þó starfa við þjálfun. Evrópska fimleikasambandinu var gert að greiða allan málskostnað, rúma milljón króna.
Trikomiti hefur starfað sem fimleikadómari um árabil og á dóttur sem keppti fyrir hönd Kýpur á Ólympíuleikunum 2012. Hún ætlar ekki að taka banninu þegjandi og mun áfrýja að sögn lögfræðings hennar.