Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 17:33 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins og Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna. Vísir Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. „Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
„Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira