Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 18:32 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð
Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira