„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. Vísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira