Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 10:47 Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN. Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð. HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira