Býður sig fram til formanns Siðmenntar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 22:07 Arndís Anna var alþingismaður Pírata árin 2021 - 2024 Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi. Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi.
Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira