Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 07:34 Viktor Gísli Hallgrímsson virðist vera á leið til sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar. Vísir/Vilhelm Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum. Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira
Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum.
Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira