Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 10:16 Kendrick Lamar á sviði fyrir miðju. Cindy Ord/Getty Images Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti. Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti.
Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira