Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 11:00 Dansarinn var með fána Súdan og Palestínu og veifaði þeim meðal annars á meðan hann stóð ofan á bíl í sýningunni. Twitter Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump. Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump.
Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14
Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18