Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:27 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu. Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl. Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl.
Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira