Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 08:03 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur nú verið lengi orðaður við spænska stórveldið Barcelona. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir löngu að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla frá og með næsta tímabili og um nýliðna helgi ítrekaði miðillinn frétt sína og að Viktor, sem er á mála hjá Wisla Plock í Póllandi, myndi fylla í skarð Gonzalo Pérez de Vargas og mynda markmannsteymi með hinum danska Emil Nielsen, besta markmanni heims. Viktor Gísli er hins vegar ekki eins afdráttarlaus í svörum um framtíð sína eins og Mundo Deportivo heldur fram. „Ég er bara enn hjá Wisla Plock og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaðurinn minn, sér bara um þetta,“ segir Viktor í samtali við Vísi. „Ég ætlaði að taka ákvörðun um framhaldið núna eftir tímabilið, eins og staðan er núna er ekkert tilboð komið. Ég bíð eftir því Addi geri það sem að hann gerir best og reyni að finna eitthvað gott fyrir mig á næsta ári og árum.“ Þannig að það er ekkert í farvatninu með Barcelona? „Ekki svo ég viti. Ég vil ekki vera mikið inn í þessu, læt Adda sjá um þetta. Hann hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin og ég treysti honum 100 prósent og bíð eftir því að hann heyri í mér með eitthvað. Þá tökum við samtalið og ákvörðun þegar að því kemur.“ Og það hafa ekki verið nein samtöl við Barcelona undanfarna mánuði eða ár? „Ekki svo ég viti. Addi sér alfarið um þetta. Ég vil ekki heyra frá honum þegar eitthvað er kannski að fara gerast. Ég vil bara fá að heyra af einhverju þegar að það er eitthvað á bak við það (e.concrete). Ég held mér alveg utan við þessi mál.“ Viktor Gísli lokaði markinu og vakti verðskuldaða athygli á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í handboltaVísir/Vilhelm Vargas er á leið til Kiel eftir yfirstandandi tímabil og Emil Nielsen til Vezprém árið 2026. Barcelona mun þurfa á nýjum markmönnum að halda og verðum við að bíða og sjá hvort að sögusagnirnar verði að raunveruleika varðandi Viktor Gísla og Barcelona. Vill fyrst og fremst spila í Meistaradeildinni Viktor gekk til liðs við Wisla Plock á síðasta ári og líkar vel í Póllandi. „Þetta er búið að vera frábært. Klárlega rétta skrefið. Ég var ekki sáttur í Nantes, það voru margir hlutir sem mér fannst skrítnir þar. Hérna er þetta hins vegar mjög flott. Ég er að vinna með fínum markmannsþjálfara, á hverjum degi að reyna bæta ákveðna hluti og það sýndi sig bara í janúar að það virkaði. Þetta er flott lið og það er verið að dæla miklum peningi í þetta eins og er. Þau ætla að búa til alvöru framtíð hjá þessu liði, umgjörðin er mjög góð. Pólska deildin er kannski ekki sú sterkasta. Það eru kannski tvö lið fyrir utan okkur og Kielce sem eru allt í lagi í handbolta. Það er eina vonda við þetta (e. downside) en við erum að spila í Meistaradeildinni, eigum fjóra leiki eftir þar og þurfum að vinna að minnsta kosti tvo af þeim. Þetta eru bara úrslitaleikir framundan, fókusinn er þar.“ Pólska deildin ekki sú sterkasta en það skiptir Viktori Gísla mestu máli að spila í Meistaradeildinni. „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að vera þar á hverju einasta ári. Hvar sem það er í rauninni. Það þarf bara að samræmast markmiðum mínum persónulega sem og fjárhagslega. Aðal málið fyrir mig er hins vegar að vera spila í Meistaradeildinni á hverju einasta ári. Það var ástæða þess að ég fór frá GOG til Nantes á sínum tíma. Það hefur alltaf verið markmiðið.“ Spænski handboltinn Íslendingar erlendis Landslið karla í handbolta Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir löngu að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla frá og með næsta tímabili og um nýliðna helgi ítrekaði miðillinn frétt sína og að Viktor, sem er á mála hjá Wisla Plock í Póllandi, myndi fylla í skarð Gonzalo Pérez de Vargas og mynda markmannsteymi með hinum danska Emil Nielsen, besta markmanni heims. Viktor Gísli er hins vegar ekki eins afdráttarlaus í svörum um framtíð sína eins og Mundo Deportivo heldur fram. „Ég er bara enn hjá Wisla Plock og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaðurinn minn, sér bara um þetta,“ segir Viktor í samtali við Vísi. „Ég ætlaði að taka ákvörðun um framhaldið núna eftir tímabilið, eins og staðan er núna er ekkert tilboð komið. Ég bíð eftir því Addi geri það sem að hann gerir best og reyni að finna eitthvað gott fyrir mig á næsta ári og árum.“ Þannig að það er ekkert í farvatninu með Barcelona? „Ekki svo ég viti. Ég vil ekki vera mikið inn í þessu, læt Adda sjá um þetta. Hann hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin og ég treysti honum 100 prósent og bíð eftir því að hann heyri í mér með eitthvað. Þá tökum við samtalið og ákvörðun þegar að því kemur.“ Og það hafa ekki verið nein samtöl við Barcelona undanfarna mánuði eða ár? „Ekki svo ég viti. Addi sér alfarið um þetta. Ég vil ekki heyra frá honum þegar eitthvað er kannski að fara gerast. Ég vil bara fá að heyra af einhverju þegar að það er eitthvað á bak við það (e.concrete). Ég held mér alveg utan við þessi mál.“ Viktor Gísli lokaði markinu og vakti verðskuldaða athygli á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti í handboltaVísir/Vilhelm Vargas er á leið til Kiel eftir yfirstandandi tímabil og Emil Nielsen til Vezprém árið 2026. Barcelona mun þurfa á nýjum markmönnum að halda og verðum við að bíða og sjá hvort að sögusagnirnar verði að raunveruleika varðandi Viktor Gísla og Barcelona. Vill fyrst og fremst spila í Meistaradeildinni Viktor gekk til liðs við Wisla Plock á síðasta ári og líkar vel í Póllandi. „Þetta er búið að vera frábært. Klárlega rétta skrefið. Ég var ekki sáttur í Nantes, það voru margir hlutir sem mér fannst skrítnir þar. Hérna er þetta hins vegar mjög flott. Ég er að vinna með fínum markmannsþjálfara, á hverjum degi að reyna bæta ákveðna hluti og það sýndi sig bara í janúar að það virkaði. Þetta er flott lið og það er verið að dæla miklum peningi í þetta eins og er. Þau ætla að búa til alvöru framtíð hjá þessu liði, umgjörðin er mjög góð. Pólska deildin er kannski ekki sú sterkasta. Það eru kannski tvö lið fyrir utan okkur og Kielce sem eru allt í lagi í handbolta. Það er eina vonda við þetta (e. downside) en við erum að spila í Meistaradeildinni, eigum fjóra leiki eftir þar og þurfum að vinna að minnsta kosti tvo af þeim. Þetta eru bara úrslitaleikir framundan, fókusinn er þar.“ Pólska deildin ekki sú sterkasta en það skiptir Viktori Gísla mestu máli að spila í Meistaradeildinni. „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að vera þar á hverju einasta ári. Hvar sem það er í rauninni. Það þarf bara að samræmast markmiðum mínum persónulega sem og fjárhagslega. Aðal málið fyrir mig er hins vegar að vera spila í Meistaradeildinni á hverju einasta ári. Það var ástæða þess að ég fór frá GOG til Nantes á sínum tíma. Það hefur alltaf verið markmiðið.“
Spænski handboltinn Íslendingar erlendis Landslið karla í handbolta Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira