Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 17:45 Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska landsliðið á HM en liðið tapaði fyrir Dönum í úrslitaleiknum. Getty/Luka Stanzl Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér. HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér.
HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni