Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 20:47 José María del Nido Carrasco, núverandi forseti Sevilla, er hér til hægri að ræða málin við Jose Castro Carmona þegar sá síðarnefndi var forseti Sevilla. Getty/ Jonathan Moscrop José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga. Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco. Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco.
Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn