Innlent

Þreifingar í Ráð­húsinu og tré felld í Öskju­hlíð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fylgjumst við með vendingum í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir að meirihlutinn í borginni sprakk á dögunum. 

Engar formlegur viðræður eru sagðar hafnar en þó gæti farið að draga til tíðinda inna tíðar, jafnvel síðar í dag.

Þá segjum við frá trjáfellingum í Öskjuhlíðinni sem eru sagðar nauðsynlegar til þess að halda flugbraut á Reykjavíkurflugvelli opinni, en henni hefur verið lokað uns úrbætur eru gerðar. 

Einnig fjöllum við um fyrstu stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sem flutt var í gær og umræðum um hana.

Í sportinu er það svo umferð í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld en þar er stórleikur á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×