Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:01 Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun