Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 16:23 Heiða Björg, Dóra Björt og þrír oddvitar til viðbótar hafa fundað um mögulegt meirihlutasamstarf í dag. Vísir/Vilhelm Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira