„Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 17:20 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, ætlar að ræða við bakland sitt og grasrót flokksins á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04
Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23