Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 20:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. „Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54