Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:35 Elín Ebba Ásmundsdóttir er varaformaður Geðhjálpar. Geðhjálp Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er þegar þú skynjar heiminn en svona gengur og gerist. Þú heyrir raddir eða sérð sýnir. Það hefur áhrif á talmáta þinn,“ segir Elín Ebba um það hvað geðrof sé. Það séu margir sem skynji heiminn með öðrum hætti en séu samt sem áður í vinnu eða skóla. „Þau geta tekist á við lífið en það er þegar þetta fer að raska lífinu, þannig að þú getur ekki tekist á við daglegar athafnir, sem þetta fer svona yfir í eitthvað sem við köllum sjúkdóm. En það er fólk sem heyrir raddir og það truflar það ekki neitt. Það lærir að lifa með þessu,“ segir Elín Ebba og að það verði hluti af þeirra persónuleika. Það sem fólk heyri í fréttum um geðrof í tengslum við einhver voðaverk sé það líklega þannig að raddirnar hafi tekið yfir og séu farnar að stjórna manneskjunni. Í verstu tilfellunum endi það með voðaverki. „Þetta gerist oft í bernsku og er oft afleiðing af áföllum.“ Elín Ebba segir „venjulegt fólk“ vera með varnir til að verja sjálfið svo við verðum ekki döpur þegar við fáum gagnrýni eða eitthvað slíkt. Lendi fólk í mörgum stórum áföllum með stuttu millibili hafi það ekki lengur orkuna sem þarf til að verja sig með þessum hætti. „Þá bara minnkar orkan í varnarhættina og í staðinn förum við að breyta raunveruleikanum til að lifa af.“ Raddirnar taki yfir Hún segir allar raddirnar hafa tilgang en fyrir þau sem hafi ekki upplifað geðrof sé skiljanlegt að fyrir þeim hljómi það óskiljanlegt. Hún segir fólk líka geta farið í geðrof við það að neyta vímuefna auk þess sem ADHD lyf geti framkallað geðrof. Lyfin séu í sjálfu sér ekki slæm heldur geti bara ekki allir meðtekið þau. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi sé ekki einangrað. Sé það einangrað í langan tíma sé líklegra að raddirnar taki yfir. Eigi alls ekki að vera ein „Þess vegna er svo mikilvægt að svona einstaklingar, sem eru að fást við þetta, sérstaklega ef raddirnar eru að segja þeim að gera hluti sem ekki eru viðurkenndir í samfélaginu, að láta þá ekki afskipta. Það gerir það alltaf verra.“ Hún segir það oft hjálpa fólki í geðrofi að ræða við aðra sem hafa lent í því sama. Lyf virki ekki með sama hætti fyrir alla. Sumir einfaldlega vilji lifa með röddunum eða „sjúkdómnum“ og læri að gera það. Elín Ebba segir að það þurfi að gefa fólki val um úrræði og meðferð. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Það er þegar þú skynjar heiminn en svona gengur og gerist. Þú heyrir raddir eða sérð sýnir. Það hefur áhrif á talmáta þinn,“ segir Elín Ebba um það hvað geðrof sé. Það séu margir sem skynji heiminn með öðrum hætti en séu samt sem áður í vinnu eða skóla. „Þau geta tekist á við lífið en það er þegar þetta fer að raska lífinu, þannig að þú getur ekki tekist á við daglegar athafnir, sem þetta fer svona yfir í eitthvað sem við köllum sjúkdóm. En það er fólk sem heyrir raddir og það truflar það ekki neitt. Það lærir að lifa með þessu,“ segir Elín Ebba og að það verði hluti af þeirra persónuleika. Það sem fólk heyri í fréttum um geðrof í tengslum við einhver voðaverk sé það líklega þannig að raddirnar hafi tekið yfir og séu farnar að stjórna manneskjunni. Í verstu tilfellunum endi það með voðaverki. „Þetta gerist oft í bernsku og er oft afleiðing af áföllum.“ Elín Ebba segir „venjulegt fólk“ vera með varnir til að verja sjálfið svo við verðum ekki döpur þegar við fáum gagnrýni eða eitthvað slíkt. Lendi fólk í mörgum stórum áföllum með stuttu millibili hafi það ekki lengur orkuna sem þarf til að verja sig með þessum hætti. „Þá bara minnkar orkan í varnarhættina og í staðinn förum við að breyta raunveruleikanum til að lifa af.“ Raddirnar taki yfir Hún segir allar raddirnar hafa tilgang en fyrir þau sem hafi ekki upplifað geðrof sé skiljanlegt að fyrir þeim hljómi það óskiljanlegt. Hún segir fólk líka geta farið í geðrof við það að neyta vímuefna auk þess sem ADHD lyf geti framkallað geðrof. Lyfin séu í sjálfu sér ekki slæm heldur geti bara ekki allir meðtekið þau. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi sé ekki einangrað. Sé það einangrað í langan tíma sé líklegra að raddirnar taki yfir. Eigi alls ekki að vera ein „Þess vegna er svo mikilvægt að svona einstaklingar, sem eru að fást við þetta, sérstaklega ef raddirnar eru að segja þeim að gera hluti sem ekki eru viðurkenndir í samfélaginu, að láta þá ekki afskipta. Það gerir það alltaf verra.“ Hún segir það oft hjálpa fólki í geðrofi að ræða við aðra sem hafa lent í því sama. Lyf virki ekki með sama hætti fyrir alla. Sumir einfaldlega vilji lifa með röddunum eða „sjúkdómnum“ og læri að gera það. Elín Ebba segir að það þurfi að gefa fólki val um úrræði og meðferð.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38
Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03