„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2025 15:22 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir helmingslíkur á eldgosi nú. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk 9. desember síðastliðinn og hefur nú tæpum tveimur mánuðum síðar safnast um það bil jafn mikið af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi og var fyrir eldgosið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að hægst hafi á landrisinu undanfarið. „Þetta er farið að fletjast mjög mikið út samkvæmt þessum GPS mælum sem eru á svæðinu þá er farið að draga mjög mikið úr risinu.“ Rúmt ár er síðan fyrst gaus á Sundhnjúksgígaröðinni. Ef það gýs nú verður það áttunda eldgosið á rúmu ári.Vísir/Vilhelm Ekki er víst að jarðskjálftavirkni verði mikil fyrir næsta eldgos og því gæti gosið með skömmum fyrirvara. „Við erum að brjóta þarna upp flekamót og þessu fylgir mikil átök og skjálftar og í byrjun erum við með mikið af skjálftum og góðan fyrirvara, nokkurra klukkutíma fyrirvara, en sú þróun hefur eitthvað aðeins breyst og var öðruvísi í síðasta gosi. Þá komu engir skjálftar eða sáust litlir skjálftar fyrr en þegar gosið var eiginlega byrjað og það er auðvitað óþægilegt.“ Þrýstimælarnir í Svartsengi hafi þó yfirleitt sýnt að kvika sé sé á leiðinni upp hálftíma til klukkustund áður en hún kemur á yfirborðið. Hann telur ekki fullvíst að atburðarásin síðustu vikur endi með eldgosi þar sem landrisið nú sé aðeins öðruvísi en áður. „Svona helmingslíkur eða eitthvað svoleiðis að það gerist.“ Þá telur hann að líða fari að lokum eldgosahrinunnar í Sundhnúksgígum og ef það gýs nú gæti það orðið eitt síðasta gosið þar í bili. „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira