„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 16:55 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku. Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku.
Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11