Enski boltinn

Guð­laugur Victor lagði upp mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle unnu stórsigur í ensku b-deildinni í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle unnu stórsigur í ensku b-deildinni í kvöld. Getty/Alex Pantling

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle unnu stórsigur í ensku b-deildinni í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Plymouth Argyle unnu stórsigur í ensku b-deildinni í kvöld.

Plymouth fylgdu á eftir bikarsigri á Liverpool um helgina með því að vinna 5-1 sigur á Millwall.

Þetta var annar deildarsigur Plymouth í röð og sá þriðji í röð í öllum keppnum. Fram að því hafði liðið ekki unnið síðan 11. janúar eða í fjórum leikjum í röð.

Guðlaugur Victor kom inn í byrjunarliðið og stóð sig vel.

Hann lagði upp þriðja mark liðsins á 53. mínútu sem Mustapha Bundu skoraði.

Fyrsta markið var sjálfsmark á 8. mínútu og annað markið skoraði Ryan Hardie úr víti á 10. mínútu. Draumabyrjun.

Fjórða markið skoraði síðan Ryan Hardie á 56. mínútu.

Millwall minnkaði muninn en Nikola Katic innsiglaði sigurinn á 86. mínútu með fimmta markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×