Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun. Nýttu tækifærið og brjóttu upp hversdagsleikann með notalegri samverustund með ástinni þinni. Getty Valentínusardagurinn eða dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn á morgun, þann 14. febrúar. Í tilefni dagsins er tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann og njóta stundarinnar með ástinni. Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop. Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop.
Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira