Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:51 Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti á stefnumót í gær. Hún segir vanta samkomustaði fyrir eldra fólk. Vísir Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“ Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira