Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 11:45 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver í gærkvöld og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til. Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til.
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira