Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 11:45 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver í gærkvöld og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira