Lífið

Russell Brand stefnt vegna kyn­ferðis­legrar á­reitni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Russell Brand hefur orðið sífellt hægrisinnaðri á undanförnum árum og var hann til að mynda viðstaddur Landsfund Repúblíkana í fyrra.
Russell Brand hefur orðið sífellt hægrisinnaðri á undanförnum árum og var hann til að mynda viðstaddur Landsfund Repúblíkana í fyrra. Getty

Breska leikaranum Russell Brand hefur verið stefnt vegna meintrar kynferðislegrar áreitni í fyrstu stefnunni á hendur honum í Bretlandi. 

Hinum 49 ára Brand var stefnt fyrir Hæstarétt Lundúna þann 6. febrúar síðastliðinn. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málsóknina. Reuters greinir frá.

Lögmenn stefnanda neituðu að tjá sig við fjölmiðla og fulltrúar Brand hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Brand hefur þegar verið stefnt í Bandaríkjunum af konu sem sagði hann hafa brotið á sér árið 2010. 

Þar áður höfðu fjórar breskar konur stigið fram í september 2023 og sökuðu Brand um kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, frá 2006 til 2013. 

Þá var leikarinn kærður til lögreglu nokkrum dögum síðar fyrir kynferðisbrot sem hann á að hafa framið árið 2003. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei stundað kynlíf án samþykkis annarra.

Russell Brand gat sér fyrst gott orð sem uppistandari og grínisti áður en hann færði sig yfir í kvikmyndaleik með myndum á borð við Forgetting Sarah Marshall, Get Him to the Greek og Despicable Me. Á síðustu árum hefur hann fært sig meira yfir í hlutverk samfélagsrýnis og Youtube-ara.

Brand var giftur bandarísku poppsöngkonunni Katy Perry frá 2010 til 2012 og hefur verið giftur skoska bloggaranum Laura Gallacher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.