Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 14:33 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í góðum gír eftir setningu Alþingis síðastliðið mánudagskvöld. Á myndina vantar formannsframbjóðendurna tvo Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira