Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Aron Kristjánsson hefur stýrt landsliði Barein nú um árabil Vísir/Ívar „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“ HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“
HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira