Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 08:01 Michael Schumacher, einn allra besti ökuþór allra tíma Vísir/getty Þrír menn hafa verið dæmdir í Þýskalandi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher með því að hóta því að birta viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám hans sem og myndir af honum. Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, lenti í skíðaslysi árið 2013 í Ölpunum. Michael, sem er án efa þekktasta nafn í sögu Formúlu 1 hélt einkalífi sínu alltaf utan kastljóss fjölmiðla á meðan á ferli hans í Formúlu 1 stóð og hefur fjölskylda hans haldið í það fyrirkomulag eftir að Michael lenti í slysinu.Því er lítið vitað um stöðuna á þýska ökuþórnum og í raun ekkert spurst til hans frá árinu 2013. Það var fyrrverandi lífvörður Michael Schumacher, maður að nafni Markus Fritsche, sem fékk nokkra harða diska í hendurnar með afriti af sjúkraskrám Schumacher sem og yfir 1500 myndir og myndskeið af honum. Efninu hafði verið stolið af tölvu og ekki er vitað hvar einn af umræddum hörðu diskum er niður kominn í dag. Fritsche kom hörðu diskunum á mann að nafni Yilmaz Tozturkan sem fékk það verkefni að reyna að hafa fé af Schumacher fjölskyldunni með því að hóta þeim því að gögnin yrðu birt opinberlega. Yilmaz Tozturkan fékk þriggja ára fangelsisdóm, sonur hans Daniel Lins sen var með í ráðum fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Fritsche sjálfur fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Yilmaz, sem sat nú þegar af sér annan dóm í fangelsi þegar að umræddur dómur var kveðinn upp, þvertekur fyrir það að hafa reynt að kúga fé af Schumacher fjölskyldunni: „Þetta var bara viðskiptatilboð sem ég bauð þeim,“ sagði hann er hann bar vitni í dómssal en áður en dómur var kveðinn upp sagðist hann iðrast gjörða sinna. „Mér þykir þetta leitt, ég skammast mín. Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum.“ Schumacher fjölskyldan ætlar hins vegar ekki að una niðurstöðu dómstóla sem hún telur afar væga. Til skoðunar er að áfrýja dómnum. „Við unum ekki niðurstöðu dómstólsins. Þið getið fullvissað ykkur um að við munum kanna allar lagalegar leiðir í framhaldinu,“ lét Thilo Damm, verjandi Schumacher fjölskyldunnar hafa eftir sér. „Við vitum ekki hvar einn af hörðu diskunum er í dag og því er til staðar þá möguleiki að önnur hótun berist.“ Skíðaslys Michael Schumacher Akstursíþróttir Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, lenti í skíðaslysi árið 2013 í Ölpunum. Michael, sem er án efa þekktasta nafn í sögu Formúlu 1 hélt einkalífi sínu alltaf utan kastljóss fjölmiðla á meðan á ferli hans í Formúlu 1 stóð og hefur fjölskylda hans haldið í það fyrirkomulag eftir að Michael lenti í slysinu.Því er lítið vitað um stöðuna á þýska ökuþórnum og í raun ekkert spurst til hans frá árinu 2013. Það var fyrrverandi lífvörður Michael Schumacher, maður að nafni Markus Fritsche, sem fékk nokkra harða diska í hendurnar með afriti af sjúkraskrám Schumacher sem og yfir 1500 myndir og myndskeið af honum. Efninu hafði verið stolið af tölvu og ekki er vitað hvar einn af umræddum hörðu diskum er niður kominn í dag. Fritsche kom hörðu diskunum á mann að nafni Yilmaz Tozturkan sem fékk það verkefni að reyna að hafa fé af Schumacher fjölskyldunni með því að hóta þeim því að gögnin yrðu birt opinberlega. Yilmaz Tozturkan fékk þriggja ára fangelsisdóm, sonur hans Daniel Lins sen var með í ráðum fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Fritsche sjálfur fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Yilmaz, sem sat nú þegar af sér annan dóm í fangelsi þegar að umræddur dómur var kveðinn upp, þvertekur fyrir það að hafa reynt að kúga fé af Schumacher fjölskyldunni: „Þetta var bara viðskiptatilboð sem ég bauð þeim,“ sagði hann er hann bar vitni í dómssal en áður en dómur var kveðinn upp sagðist hann iðrast gjörða sinna. „Mér þykir þetta leitt, ég skammast mín. Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum.“ Schumacher fjölskyldan ætlar hins vegar ekki að una niðurstöðu dómstóla sem hún telur afar væga. Til skoðunar er að áfrýja dómnum. „Við unum ekki niðurstöðu dómstólsins. Þið getið fullvissað ykkur um að við munum kanna allar lagalegar leiðir í framhaldinu,“ lét Thilo Damm, verjandi Schumacher fjölskyldunnar hafa eftir sér. „Við vitum ekki hvar einn af hörðu diskunum er í dag og því er til staðar þá möguleiki að önnur hótun berist.“
Skíðaslys Michael Schumacher Akstursíþróttir Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira