Enski boltinn

Arsenal stað­festir slæm tíðindi

Aron Guðmundsson skrifar
Kai Havertz verður lengi frá
Kai Havertz verður lengi frá Getty/James Gill

Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Arsenal en um er að ræða meiðsli á lærvöðva og mun aðgerðin eiga sér stað innan fárra daga, eftir hana tekur við bataferli sem Arsenal býst við að teygi sig inn í undirbúningstímabil næsta tímabils. 

„Allir hjá félaginu eru staðráðnir í að styðja Havertz svo að hann geti snúið aftur inn á völlinn sem fyrst.“

Margir lykilmenn Arsenal eru fjarverandi vegna meiðsla, sér í lagi í fremstu línu og nægir þar að nefna Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus. 

Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. Þá eru Skytturnar komnar í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×