„Þetta er beinlínis hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 19:11 Skjáskot úr tveimur myndböndum af athæfi mannsins. Vísir Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira