„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 21:14 Eftirför vitnisins hófst við Smáralind og lauk við Grímsbæ. Vísir/Vilhelm Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira