Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 07:32 Guðlaugur Victor þekkir Rooney vel eftir samstarf hjá bæði DC United og síðast Plymouth. Hann segir Rooney hafa misst traustið gagnvart sér en samskiptin hafi þó ávallt verið góð. Vísir/Getty Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott. Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Íslenski boltinn Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti Fleiri fréttir Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjá meira
Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Íslenski boltinn Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Fótbolti Fleiri fréttir Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjá meira