Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir gamaldagskreddutal hafa orðið til þess að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira