Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:03 Hansi Flick á hliðarlínunni hjá Barcelona. Hann vill ekki sjá sína menn væla í dómaranum í leikjum. Getty/Eric Verhoeven/ Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna. Spænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna.
Spænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira