Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:03 Hansi Flick á hliðarlínunni hjá Barcelona. Hann vill ekki sjá sína menn væla í dómaranum í leikjum. Getty/Eric Verhoeven/ Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna. Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna.
Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn