Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:03 Hansi Flick á hliðarlínunni hjá Barcelona. Hann vill ekki sjá sína menn væla í dómaranum í leikjum. Getty/Eric Verhoeven/ Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna. Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna.
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira