Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Ronaldo var gestur í hlaðvarpi annarrar brasilískrar goðsagnar, Romario. Angel Martinez/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum. Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira