„Verður að skýrast í þessari viku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:01 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira