Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 11:39 Jack LaSota, leiðtogi sértrúarsafnaðarins er uppi til vinstri. Hinir eru meintir fylgjendur hans og hafa þau verið bendluð við sex morð í þremur ríkjum. AP Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila