Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:31 Antony fagnar marki með Marc Roca, liðsfélaga sínum hjá Real Betis. Antony hefur haft næga ástæðu til að brosa að undanförnu. Getty/Joaquin Corchero Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira
Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira