Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:31 Antony fagnar marki með Marc Roca, liðsfélaga sínum hjá Real Betis. Antony hefur haft næga ástæðu til að brosa að undanförnu. Getty/Joaquin Corchero Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti