Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 10:12 Eric Adams virtist borubrattur á leið úr dómsal í New York í gær. AP/Julia Demaree Nikhinson Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent