Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:18 Gísli Þorgeir Kristjánsson og þjálfarinn Bennet Wiegert þurftu að taka ákvörðun í gær um hvort Gísli myndi spila, þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Getty/Marco Wolf Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans. Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira