Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:47 Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Steinunn Bragadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar