Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. febrúar 2025 12:32 Inga Rún Ólafsdóttir mætir til fundarins á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira