„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. febrúar 2025 20:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur trú á Heiðu Björg í hlutverki borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira