Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Jón Pétur segir Heiðu Björgu hafa blokkað sig á Facebook. Vísir/Samsett Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29