Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 11:29 Kjaraviðræður kennara hafa staðið í marga mánuði. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira